Aðgerðin búin.

Hæ hæ hér er allt fínt að frétta aðgerðin gekk mjög vel og ekkert óvænt kom uppá. Það voru gerð 4 göt og stærsta 4 cm. til að ná miltanu út, Valdimar og við erum mjög glöð með að ekki þurfti að skera meira. Hann er þokkalega hress eftir allt saman en með verki. Það var settur nýr leggur í hann fyrir ferðina út það eru þrjár rásir í honum og skarta þeir íslensku fánalitunum.

Heyrumst seinna, kveðja Sævör


Mánudagur 23.feb

Já nú er hann Valdimar minn komin í aðgerðina hann fór inn kl.11 vonandi gengur þetta vel hjá honum.

Í gær skelltum  við okkur með Gosa í sveitina og hittum þar litlu frænku hana Sól Jónsdóttir.


Baráttan að byrja.

Við fórum í borgina í dag að hitta svæfingalækni og skurðlækninn.

Valdimar fer í aðgerð á mánudaginn, það er komið að því að taka úr honum Miltað. Það verður reynt að gera það í gegnum skóp eða5 göt á kviðar holi en það þarf að skera um það bil 7 cm. til að ná skrímslinu út eins og Kristján skurðlæknir kallar Miltað á honum og ætlað hann að reyna að nota gamla skurðinn eftir stóma aðgerðina. En hann bjó hann undir að hann gæti vaknað með hálfgerða kviðristu ef eitthvað kemur upp á því Miltað er viðkvæmt eftir alla sterana og mjög stórt. Aðgerðin leggst bara vel í Valdimar, hann segist ekki kvíða neinu sé búin að hafa þetta svo lengi hangandi yfir sér.

Annars er bar fínt að frétta frá okkur  Snædís er búin að vera alla vikuna á Laugum í Sælingsdal og vonandi frá heilmörgu að segja þegar hún kemur heim á morgun.

Heyrumst, kveðja Sævör


Yndislegt við fórum fram og til baka.

Hæ hæ.

Já við Jón Þór fórum fram og til baka  í borgina og aftur heim, hann er búin að vera með höfuðverk í tvær vikur og ekkert að minka þannig að hann fór í sneiðmyndatöku sem kom vel út og fórum við bara strax heim aftur.

Luther sagði að það væri komin dagsetning fyrir aðgerðina hjá Valdimar 24 feb. síðan hitti ég skurðlækninn þegar ég var á leiðinni út og hann sagði að það væri ákveðið að taka miltað í genum göt á kviðarholin þeir ætla að reyna að skera sem minnst þannig að hann verði fyrr að jafna sig.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör


Við erum komin heim já allaleið til Grundarfjarðar.

Hæ hæ.

Þetta er búið að vera fína ferðalagið, nóttin eftir að við lentum í Newcastle veiktist Valdi og lenti inni á spítalanum hann er með brisbólgu. Við kláruðum öll viðtöl og rannsóknir nema Valdimar komst ekki í lungnatest sem er  hægt að gera hér heima þannig að það bjargast.

Nú er verið að leita af merggjafa fyrir báða strákana en Valdimar fer á undan Jóni Þór, ég ætla ekki að fara neitt nákvæmlega út í niðurstöður eftir heimsóknina til Newcastle fyrr en læknarnir eru búnir að gera sitt mat og fleira. En hugsanlega þarf Valdimar að fara aftur út eftir 3 til 4 vikur til að fara í tæki sem heitir Peatscan sem er nákvæmara en Segulómun og við eigum ekki hér heima. Þetta kemur allt í ljós en Luther og Ásgeir ætla að pressa á að hann þurfi ekki að fara fyrr en hann fer í sjálft BMT og drífa í að taka úr honum miltað.

Er að fara í borgina með Jón heyrumst.

Kveðja Sævör 

 

 

 

 


Newcastle.

Hae hae.

Her er erfitt ad komast i tolvu en Valdimar veiktist daginn eftir ad vid komim ut og lenti a sjukrah. tannig ad ferdin lengdist adeins hann er allur ad hressast og heimferd er aaetlud 5.feb rannsoknir og annad gengur vel. heyrumst tegar heim verdur komid.

Saevor og allir hinir.

P.S. Hafid anaegju ad lesa tetta .


það er ferðahugur í okkur.

Við erum komin í borgina og leggjumst inn á námsmennina þ.e.s. fyllum stofuna.

Valdimar er útskrifaður og er allur að hressast vonandi gengur vel úti. Það er komin ferðahugur í okkur og við eigum langan dag fyrir höndum á morgun vöknum  við rúmlega fimm og lendum ekki fyrr en rúmlega sjö í Newcastle og eigum þá eftir að nálgast lykla af húsnæðinu sem við gistum í.

Dagskráin verður þétt á föstudaginn hann byrjar 8.30 á að strákarnir eiga að fara í lungnarannsóknir og viðtal við lungnasérfræðing. Mánudaginn eiga þeir að hitta Innkirtlasérfræðing og Meltingarsérfræðing ásamt því að hitta Andrew Cant sem er sjeffinn í beinmergskiptum. Þriðjudaginn verða blóðprufur og fleiri viðtöl ásamt heimkomu.

Ásgeir Haraldsson fylgir okkur út af því að Valdimar er búin að vera veikur og ég er afslappaðri fyrir vikið. Helgin verður bara húllumhæ og ég ætla að fá mér allavega einn kaldan ef ekki tvo.

Heyrumst ef við komumst í netsamband.

Kveðja Sævör.


Það er ákveðið.

Ég fékk símhringingu frá Newcastle og síðan senda dagskrá í pósti, við fljúgum út fimmtudaginn 29.jan. og eigum að mæta á föstudagsmorgun á spítalann þetta verðu flækingur á milli sjúkrahúsa í allskonar test og rannsóknir. Áætluð koma heim verður á þriðjudagskvöld. Vonandi verður Valdimar orðin nógu hress til að fara en planið er að Ásgeir fylgir okkur út ef hann hressist aðeins og Luther fylgir okkur heim og sem betur fer er flogið á milli London og Newcastle þannig að ferðalagið úti verður ekki langt, var farinn að kvíða fyrir margra tíma lestaferð. Við gistum í íbúð á vegum Newcastle General Hospital sem er sjúkrahúsið þar sem mergskiptin sjálf fara fram við munum fá endanlega dagsetningu fyrir þau núna í ferðinni. Vonandi getum við eitthvað kynnst borginni um helgina því hún verður frí frá öllum læknum og læknastússi.

Heyrumst seinna.

Sævör


Það skeður margt skemmtilegt líka hjá okkur.

                                                                Sælir allirÁsgeir, Valdimar, Luther

Já þeir komu hér askvaðandi inn í herbegið til okkar þeir Luther og Ásgeir læknarnir hans Valdimars, færandi hendi frá Hermanni Hreiðarssyni treyju sem allir leikmenn Portsmouth hafa kvittað á. Reif hann sig upp og skellti ser í skítuga og sveitta treyjuna og kryddaði með sínum Liverpool svita. Á neðri myndinn bendir Luther á eiginhandar áritun Hermanns.

Kveðja frá BSH img_2370.jpg

 

 img_2372.jpg


Valdimar var að koma úr svæfingu.

Það er búið að taka legginn hjá Valda og vonandi fer hann að hressast upp úr þessu. Hann er með sveppasýkingu í vinstra nýra og verður í meðhöndlun út af því næstu 2 til 3 vikurnar. Við vitum ekki hvort þetta seinkar förinni út en það ætti að koma í ljós fljótlega.

Kveðja Sævör


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband