21.1.2009 | 20:04
Allt við það sama.
Hæ hæ.
Valdimar er ekkert að hressast hann fór í ómskoðun á nýrum í morgun það sást eitthvað í vinstra nýra en læknirinn gat ekki staðfest hvort það væri sveppur eða sýking. Það var búið að taka hann af sýklalyfjum en er búið að breyta því aftur hann fær núna sýklalyf á 6 tíma fresti til morguns eða þangað til leggurinn verður tekinn sem verður kl.11 í fyrramálið vona að þetta fari að ganga eitthvað.
Heyrumst og kveðja
Sævör
20.1.2009 | 22:02
Hæ við eigum að hitta lækni 2.feb.
Sælir allir.
Valdimar er inni á BSH er að rjúka upp í hita og hér um bil jafn fljótt aftur niður, hann er með sveppasýkingu í þvagi og leggnum þar sem hann hefur fengið næringuna í, Valdi er búin að fara í hjarta ómun sem kom vel út er að far í nýrna ómun á morgun og til augnlæknis á föstudag til að tékka á augnbotnunum hugsanlega verður leggurinn tekin það kemur í ljós á morgun.
Við förum út aðra helgi til Newcastle eigum að hitta Andew Cant 2.feb. Við ætlum að fara fimm hún Snædís kemur líka með okkur svo það verði auðveldara fyrir hana að gera sér grein fyrir hvar við erum þegar við förum í sjálf BMT (mergskiptin).Og við erum hætt við að fara á leik því það kostar mánaðarlaun fyrir okkur öll á Anfield.
Er að hugsa um að verða aðeins duglegri að blogga.
Heyrumst og kveðja
Sævör
9.1.2009 | 21:28
Við förum út í kringum 19.jan eða 1.feb.
Hæ hæ allir saman gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu ég hef verið hrikalega löt að blogga því það er búið að vera svo rólegt hjá okkur við höfum bara farið þrjá skot túra í tékk til borgarinnar frá því í byrjun des. alveg yndislegt.
Já það er komið að því að skipuleggja hvenær við förum út til Newcastle í Englandi bræðurnir Jón Þór og Valdimar eiga báðir að fara í forskoðun þ.e. blóðprufur, lungnamyndatökur hitta læknana þarna úti og skoða spítalann sem heitir Newcastle General Hospital og er barnaspítali sem er sérhæfður í ónæmisbælandi meðferðum, við Einar förum bæði með þeim og þetta verða svona 3 til 5 dagar þegar heim er komið eða fljótlega fer Valdimar í aðgerð þar sem Miltað verður tekið og þarf hann svo tíma eftir það til að jafna sig áður en beinmergskiptin fara fram sem verður hugsanlega í apríl.
Ef þið eruð að spá í dagsetningunum þá eru þær tengdar leikjum á Anfield vonandi gengur það upp og draumur Liverpool aðdáanda rætist.
Með kveðju frá okkur hér á bæ.
Sævör
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.1.2009 kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 16:46
Gleðileg jól
23.12.2008 | 01:28
Jólastússið í hámarki.
Já það styttist í hátíð ljós og friðar, það er bara notalegt.
Einar er að spila lygi við krakkana hann er að tapa, hvernig stendur á því?
Til hamingju með daginn Steini minn ætlaði að hringja í þig en Bjöggi kom mað annari og truflaði mig.
Erum en þá að bíða eftir kallinu út það fer nú örugglega að líða að því ætla að hringja í Ásgeir á morgun til að fá fréttir það er gott að fá rólegheit í svona langan tíma annars fórum við suður um helgina og Valdimar fór í bóðprufu, þær komu vel út en hann slappast niður inn á milli. Hann hefur lítið verið að keyra finnst það erfitt í snjónum ég er glöð að hann hefur þessa dómgreind.
Ég Snædís og Sævarður bökuðum þetta fína piparkökuhús og fórum með það niður í samkaup vona að það vinni........................ Sævarður skaðaði sig við baksturinn vældi í 3 tíma því hann brenndi sig hahaha.
Heyrumst seinna
Næ ekki að setja inn myndir.
Kveðja Sævör
15.12.2008 | 17:49
Valdimar er komin með bílpróf.
Hæ hæ.
Hann Valdimar er komin með bílpróf fór í morgun út í Ólafsvík, það gekk svona glimrandi vel. Hann er búin að vera að rúnta á Pussanum (406 árgerð 99) sínum í dag ég fékk ekki að fara með, er ekki nógu flott lengur ooooooooooooooooooooooo. Háskóladrengirnir eru að tínast heim Sævarður er á leiðinni Jóhannes er ekki búin fyrr en á föstudaginn, nær vonandi í útskriftina hennar Sigurlínar eða alla veganna veisluna. Er að fara á jólafund hjá kvenfélaginu skellti mér því það verður boðið upp á hangikjét, malt og appelsín. Heyrumst síðar.
Kveðja Sævör
11.12.2008 | 08:45
Skelltum okkur í bæinn í gær.
Já við skelltum okkur í borgina í gær þetta var smá tilbreyting eins og Einar segir, fórum með dömuna á slisó til að hitta bæklunarsérfr. því hún var að fingurbrjóta sig, en þetta fór nú betur en á horfðist það þurfti ekki að skera, litli fingur er með brot upp í kjúku en engin skekkja eða flísar í liðnum þannig að það verður engin klarínett næstu fjórar til fimm vikurnar.
Valdimar og Jón Þór eru þokkalegir. Jón Þór er búin í framhaldsskólanum var í prófum á þriðjudaginn var og Valdimar tekur bílprófið mánudaginn 15 des. Við höfum ekki fengið neinar fréttir hvenær við förum út en það kemur að því fyrr en seinna.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
7.12.2008 | 16:03
Tónleikar í kvöld.
Sælir.
Já við gellurnar á heimilinu erum að fara á tónleika með Frostrósum úti í Ólafsvík amma og Ása koma með okkur, það verður örugglega yndislegt.
Jæja nú erum við búin að fá samþykktirnar fyrir mergflutningnum fyrir báða strákana og pappírarnir á leið út og við ættum að fá að vita eftir helgi hvenær verður farið í þessa forskoðun úti til Newcastle í Englandi, sjúkrahúsið sem þeir fara á heitir Newastle upon Tyne Hospital og læknirinn sem sér um þá heitir Andrew Cant, einn af heimsmeisturunum á sínu sviði eins og Ásgeir segir. Aðgerðin hjá Valdimar verðu ekki fyrr en við erum búin að fara út. Jón Þór er ekki að fara í mergskipti en hann fer í forskoðun til að allt sé tilbúið þegar þar að kemur hvenær það veit enginn.
Kveðja Sævör
3.12.2008 | 01:10
Ókey ég veit ég er róleg í tíðinni.
Hef verið löt að skrifa, en við áttum skemmtilega helgi fórum á basar hjá kvenfélaginu á laugardaginn, kveikt var á jólatrénu okkar, bara fínasta hrísla lúðrasveitin spilaði og við dönsuðum í kring og sungum jólalög. Fór líka í tvær afmælisveislur hún Gerður í gröf bauð upp á hnallþórur. Eitthvað fyrir mig mmmmmmmmmmm. Um kvöldið fórum við til Jón Bjarna hann varð 40 somthing þar var bakaður stafli af pönnukökum á tveimur pönnum fyrir gámana Kolla tók sig vél út í því hlutverki. Jói þú ert svo vel giftur.
Ásgeir var að tala við mig það er búið að senda allar upplýsingar út um strákana til Englands. Þeir vilja fá bæði Jón Þór og Valdimar út í forskoðun, blóðprufur og einhverjar rannsóknir þetta þarf að ske áður en miltað verður tekið úr. Þar verður tekin ákvörðun hvort Jón fari líka í beinmergskipti. Við förum líklega núna í des. það á eftir að fá samþiggi fyrir ferðinni þá sendir hann póst út og við fáum dagsetningu.
Hjá okkur var jólastund (samvera) á sunnudaginn bakaðar piparkökur og við máluðum líka jólakúlur svona líka listilega vel.
Kveðja Sævör
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 08:31
Búin að setja upp jólaljósin.
Já já við dunduðum okkur við að setja upp jólaljósin á heimilinu svona til að fá birtu og lífga upp á umhvefrfið, þetta er bara notalegt.
Við fórum í borgina á þriðjudaginn það er rólegt yfir öllu, búið að senda öll gögn og rannsóknir út til Englands. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort miltað verði tekið fyrir eða eftir jól, en þetta kemur allt í rólegheitum.
Valdimar er að taka ökutímana þannig að hann ætti að vera komin með bílpróf fyrir jól. Held að hann ætli að skella sér í meiraprófið og gerast trukka kall.
Heyrumst.
Sævör
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar