Valdi klári.

Já miðjubarnið er búinn með bóklega bílprófið.

Hann fór í morgun út í Ólafsvík með Guðráð og tók bóklega bílprófið eða heitir það ekki ökuskóli í dag minn maður stóðst prófið, að sjálfsögðu. Það var glaður unglingur sem kom heim, það styttist í það að hann geti farið að keyra kakkann sinn Peuogot 406 sem hann keypti af Hlyni fræanda sínum í sumar.

Helgin var frábær afmælið hjá Kalla var þessi heljar veisla.

Á morgun förum við í borgina og Valdimar fer í sneiðmyndatöku, við eigum að hitta Luther og Ásgeir.

 

Kveðja Sævör


Það er rólegt yfir okkur núna.

Hæ kæru gestir.

Það er rólegt yfir okkur núna Einar var að koma í frí og strákarnir eru hressir, það er góð tilbreyting ég held að við fáum bara að vera saman fjölskyldan í þessu fríi. Valdimar fer eftir helgi í sneiðmyndatöku skurðlæknarnir vilja nýja mynd af miltanu áður en það verður fjarlægt. 

Nú er bara verið að undirbúa helgina hann Kalli jó. verðu fimmtugur og ég er að hugsa um að vera með þriggja tíma tölu um hann,nei nei smá grín, allavega verðu eitthvað brallað.

Jæja hjónin æta að skella sér í pottinn í frostinu.

Kveðja Sævör


Helmingur Grundfirðinga mætti.

Já þetta var frábært þegar við mættum var setið og staðið út um allt.                                                  Kalli Jóh. sagði að það hefðu verið 420 manns og 70 tónlistarflytjendur. Tónleikarnir voru frábærir í alla staði flytjendur jafnt ungir sem aldnir stóðu sig frábærlega, bara notaleg stund. Við erum heppin að búa í svona litlu samfélagi með öflugan tónlistarskóla og ótrúlegt magn af hæfileikafólki miðað við höfðatölu. Við þökkum tónlistarskólanum og kennurum hans sem stóðu að þessum tónleikum, kirkjukórnum, karlakórnum Kára sem er nýr karlakór og meðlimir hans koma bæði úr Grundarfirði og Stykkishólmi ungu söngvurunum og Hadísi minni fyrir frábæran söng.

img_1365.jpgFrábær skemmtun takk fyrir.

Kveðja Sævör


Góðir tónleikar.

Hún Lóa hringdi í mig og sagði að tónleikarnir á Sigló hefðu heppnast mjög vel og þeir hefðu verið teknir upp, ég hlakka til að sjá þá. Góður andi var í salnum og vöfflurnar hafi runnið niður í tónleikagesti í hléinu og tónlistarmenn á öllum aldri hafi staðið sig frábærlega. 

Talaði við Ásgeir í dag, niðurstöður úr blóðprufum systkina minna er komin ekkert þeirra passar við hann Valdimar minn en það verður leitað í gjafabönkunum.

Ég hafði bara vistað þessa færslu en ekki birt hér kemur hún.

 


Hún Lóa á afmæli í dag.

413_726456.jpg

Sæl verið þið.

Já hún Lóa vinkona mín á afmæli í dag og ég var að hugsa um hvernig við hefðum kynnst.  Við vorum ný flutt á Siglufjörð ég Einar, Sævarður og Jóhannes Fannar og bjuggum á Suðurgötu fyrir ofan Þau hjónin Lóu og Halla. Við þekktum engan í bænum og þá meina ég engan ég hafði aldrei komið áður á Sigló og þegar við vorum að keyra þangað sagði ég við Einar hvert erum við eiginlega að fara það er eins og við séum að fara á tunglið, við vorum að keyra skriðurnar. Jæja en hvað um það við fluttum inn með okkar börn og bú og vorum svona að koma okkur fyrir þegar bankað er á hurð inni í forstofu (það var innan gengt milli hæða) ég fer til dyra og þar er ung kona sem segir við mig hæ ég bý á neðri hæðinni og heiti Lóa, vertu velkomin í bæinn og ef þig vantar félagskab erum við niðri.  Ég hef stundum verið að hugsa um það hvað við vorum heppin að kynnast strax góðu fólki á Sigló Hödda og Helga sem fluttu okkur á Sigló Agnesi, Steina og Þórunni, Tomma og Ástu, Helgu og Gunna, Gunnu Bínu og Kela og Gillu og Árna.

Takk fyrir

p.s. vara að hugsa um  öll skemmtilegu partýin og spilin við eldhúsborðið.

Sævör

 


Tónleikar á Siglufirði.

Á morgun á hún Lóa vinkona mín afmæli.

Vildi að við gætum verið með ykkur á Sigló til að fagna afmælinu og verið á tónleikunum annað kvöld. En allavega verðum við með ykkur í huganum. Fullt að frábæru fólki mun koma fram svo sem Daníel vinur minn úr "Banka bandinu" þar sem við gerðum garðinn frægan og hann steig hér um bil sín fyrstu skref á frægðarbrautinni. Tóti, Guido, Bátsmannstríóið, Ragnadís og Fannar, Stúlli og Dúi, Hljómsveitin Heldrimenn og síðast en ekki síst krakkar úr Tónlistaskóla Siglufjarða og hann Elías skólastjóri tónlistaskólans þar sem mínir krakkar byrjuðu sitt tónlistanám.

Ég vil þakka þessum frábæru tónlistamönnum fyrir framlag sitt og vona að allir eigi eftir að njóta tónleikanna í svartasta skammdeginu og syngið fyrir mig til hennar Lóu minnar.

 

Takk fyrir mig og mína.

Sævör Grundfirskur Siglfirðingur. 

P.S.Tónleikarnir verða á Allanum (Bíóinu) kl.20.00. 

 


Chronic Granulomatous Disease – CGD.

 

 

Chronic Granulomatous Disease – CGD.

 

CGD er afar óvenjulegur sjúkdómur í ónæmiskerfinu.  Sjúkdómurinn verður til þess að truflun verður í  starfsemi hvítra blóðkorna, einmitt þeirra blóðkorna, sem hreinsa eiga og éta bakteríur og dauðar veirur.  Starfi þessi hvítu blóðkorn ekki rétt, er aukin hætta á sýkingum.  Auk þess geta myndast bólguhnútar, svo kölluð granulom, það eru einmitt slík granulom sem get myndast í ýmsum líffærum í sjúklingum með CGD.

 

Hvítum blóðkornum er skipt í ýmsa undirflokka.  Einn þessara flokka heita granulocytar, sem svo reyndar aftur skiptast í enn fleiri flokka!  Granulocytar hafa á íslensku verið kallaði kirningar þar sem granulur samsvara kornum eða kirni inni í frumunum.  Í CGD er ákveðinn hluti í þessum kornum illa starfandi. 

 

Starfsemi granulocytanna fer fram á eftirfarandi hátt:

Þegar sýking eða ræsing ónæmiskerfisins á sér stað þurfa granulocytarnir að smeygja sér út úr blóðrásinni í gegnum svolítil rof í æðaveggjum.  Frumur þessar fikra sig síðan, hægt en örugglega, í átt að sýkingunni.  Þegar að sýkingunni er komið, t.d. bakteríum, gleypa þessar frumur bakteríurnar.  Bakteríurnar lenda því innan í frumunum.  Í granulocytunum eru hins vegar þessi litlu korn, sum þeirra eru fyllt með efnum, sem drepa bakteríur.  Þessi korn fljóta í átt að bakteríum, opnast og hella efninu yfir bakteríuna.  Þær drepast því samstundis (og eru engum harmdauði).   Í sjúklingum með CGD eru það einmitt þessi korn, sem starfa verr en ella.  Þannig hegða granulocytarnir sér rétt á allan hátt, þ.e. smeygja sér út úr blóðrásinni og fikra sig að sýkingunni, gleypa bakteríurnar, en  -  þegar drepa á bakteríurnar, sem komnar eru inn í frumurnar-, gengur það treglega.  Orsökin getur því verið að bakteríurnar lifa lengur en ella og endurteknar sýkingar eru raunin.  Einverra hluta vegna geta granulocytar í CGD einnig myndað svo kölluð granulom eða bólguhnúta.  Í þeim tilfellum fikra granulocytarnir sig að ákveðnum stöðum, telja sig hafa þar verk að vinna, kalla á félaga sína, aðra granulocyta, til að ráðast gegn einhverjum óvini.  Stundum er hann ekki einu sinni til staðar, en eingöngu myndast svolitlir hnútar granulocyta.

 

Nafn sjúkdómsins Chronic Granulomatous Disease dregur nafn sitt af þessu ferli, þ.e. langvinnur sjúkdómur, með myndun á hnoðrum eða hnútum granulocyta.

 

Ýmsar tegundir af CGD eru til.  Sjúkdómurinn er oftast arfgengur, en erfist á ýmsan máta.  Hann er algengari í strákum en stelpum, þó er það engan veginn einhlítt.  Ýmis gen eru þekkt sem geta valdið sjúkdómnum.  Samt virðist það svo, að einstakir sjúklingar hafa eðlilega genasamsetningu fyrir granulocytum,  þó starfsemi þeirra sé verulega trufluð.  Þetta er enn ráðgáta.  Afar mikilvægt er að skilja betur starfsemi granulocytanna, einkum í sjúkdómum eins og CGD, til þess að geta betur og markvissar meðhöndlað þá.  Þessum rannsóknum og öðrum fræðum, er  tengjast CGD,  miðar stöðugt í rétta átt.

 

Meðhöndlum við CGD er afar mismunandi eftir einstaklingum.  Í sumum tilfellum er sjúkdómurinn ekki mjög alvarlegur, getur jafnvel, í einstaka tilfellum,  verið tiltölulega mildur.  Þeim sjúklingum nægir oft sýklalyfjameðferð.  Stundum er notuð meðferð, sem áhrif hefur á ónæmiskerfið (IFNgamma) og örvar ræsingu og starfsemi þess.  Í öðrum tilvellum eru t.d. sterar notaðir en þeir eru öflug aðgerð til að hemja myndun bólguhnútanna.

 

Til að lagfæra sjúkdóminn er stundum notuð afar sérhæfð meðferð, s.k. beinmergsflutningur.  Meðferðin er vissuelg ekki einföld en í stuttu máli má sjá hana á eftirfarandi hátt:

 

Granulocytar eru, eins og fyrr segir, hluti af hvítum blóðkornum.  Öll þau blóðkorn eiga uppruna sinn í beinmerg.  Þaðan vaxa þau frá ákveðnum stofnfrumum, þroskast og breytast og þróast í þá átt að mynda ýmis, mismunandi blóðkorn.  Beinmergsskipti felast í því að beita öflugri lyfjameðferð til að ryðja brott þeim stofnfrumum sem fyrir eru í beinmerg sjúklinganna.  Þegar þeim hefur verið rutt úr vegi eru nýjar stofnfrumur úr öðrum einstaklingi gefnar í blóðrás sjúklingsins.  Frumur þessar streyma um líkamann, þar með talið í beinmerg.  Þar líður þeim vel, þær festast, taka sér bólfestu og fara að fjölga sér.  Smátt og smátt myndast á ný hin ýmsu form hvítra blóðkorna og annarra blóðfrumna.  Þannig myndast nýir blóðvefir út frá hinum nýja beinmerg.  Beinmerggjafinn er frískur svo það verða því eðlilegar blóðfrumur, þar með talið eðlilegir granulocytar sem smátt og smátt birtast í blóðrásinni.  Meðferðin er nokkuð erfið og stundum alltímafrek.  Meðferð þessi er ekki gefin á Íslandi enn sem komið er.  Íslendingar eru þó í samstarfi við ágæta aðila, víða í Evrópu, sem annast slíkar meðferðir fyrir okkur.  Árangur beinmergsskipta í ónæmisgöllum er almennt afar góður. 

 

Hafa má í huga að þeir sem gefa beinmerg gefa í reynd eitthvað stórkostlegt og mikilvægt en tapa samt engu.  Beinmergur er oftast tekinn úr mjaðmakambi gjafanna í stuttri svæfingu.  Svolítil óþægindi fylgja í nokkra daga eftir stungurnar.  Aðeins fáein prósent af heildarbeinmerg einstaklingsins er tekinn sem ekki hefur nein áhrif á beinmergsstarfsemi gjafans og kemur ekki fram í minnkaðri starfsemi.  Þar við bætist að á fáum vikum hefur gjafinn myndað á ný það sem gefið var, sambærilegt og gerist með blóðgjafa.

 

Þeir bræður, Valdimar og Jón Þór, hafa CGD.  Það er miður.  Strákarnir hafa  hins vegar svo ótal margt annað til brunns að bera, skemmtilegir, kátir, skynsamir – og Liverpool stuðningsmenn.  Fáir eru betur í stakk búnir til að glíma við sjúkdóminn og meðferðina en bræðurnir með góðum styrk frá fjölskyldunni.  Þannig næst árangur.

 

Kveðja,

 

Ásgeir Haraldsson


Heima er best.

Já nú erum við komin heim og veðum þar vonandi áfram.

Strákanir eru bara þokkalega hressir, ég Valdimar og Snædís fórum út að Bergi að sækja Gosa hann er búin að vera í góðu yfirlæti hjá Önnu Dóru og Jóni Bjarna. Það er að sjálfsögðu nóg að gera í sveitinni, hjónin eru að stækka fjárhúsin og fullt að framkvæmdum í gangi.

Ég var að fá sent frá Ásgeiri lækni þeirra útskýringu á sjúkdómnum hún kemur hér inn.

 

Kveðja Sævör 

 

 

 


Erum á heimleið.

Já nú er komið að því við förum heim í dag.

 

 


Fórum á flakk.

Já við fórum á flakk í dag.

Skelltum okkur á rúntinn niður Laugarveginn og alles, keyrðum framhjá Hagkaup og fórum á barinn (nammibarinn) ákváðum síðan að fara í Hafnarfjörðinn til Jónu og Steina þau buðu okkur í mat en strákarnir voru orðnir slappir þannig að ég skutlaði þeim upp á spítala og fór síðan aftur í fjörðinn. Á meðan ég var í firðinum kom Davíð Þór deildarlæknir, hann hefur stundum leist hana Gundu mína af, og færði strákunum bíómiða á nýju myndina með Jóni Bónda sem hann fékk hjá kunningja sínum sem vinnur hjá Senu. Strákarnir eru með fulla poka af slikkerí sem hjúkkurnar ágirnast en þeir eru nískupúkar.Devil Og til hamingju með 20 árin Lýður Valgeir.

Kveðja Sævör


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband