Jón er lagstur inn.

Hæ hæ.

Ekki góðar fréttir af Jóni hann er komin með Brisbólgu. Hann vaknaði með mikla verki í morgun. Ég og Jón fórum upp á spítala, það voru teknar blóðprufur og Lípasinn er rúmlega 600. Hann á að liggja inni í tvo daga, fasta og fá verkjalyf. Vonandi hressist hann fljótlega og heimferð seinki ekki.

Annars erum við búin að hafa það gott. Það var safna dagur í gær og við skelltum okkur á Diskovery museum mjög skemmtilegt og áhugavert safn. Einar og ungarnir fóru í garðinn í dag að prufa bátana. Báturinn hans Einars gafst upp en Jóns bátur er komin í lag eftir slippinn.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi batnar Jóni bæði fljótt og vel svo þið komist heim til Íslands

kv Anna Lilja

Anna Lilja (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 10:28

2 identicon

Iss, piss, Jón minn.

Þú lætur þetta nú ekki bíta neitt á þig.  Flýtir þér bara að láta þér batna og kemur heim á skerið sem fyrst.  

Bestu kveðjur til ykkar allra elskurnar

Halla og Þórhallur

Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 15:49

3 identicon

Óskir um góðan bata og að heimferð seinki ekki. Kærar kveðjur til Nýja Jóns  kv. Við í Fagurhólnum.

kristín (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 19:11

4 identicon

Komið blessuð elskurnar mínar ,Einar minn það er leitt með skipið þitt þú verður bara að koma þér heim með fjölskylduna og setja árabátinn þinn á flot og vita hvort þið fáið ekki bir í seglin og Jón Þór minn flíttu þér að batna svo þið getið syglt áveiðar ekki satt ,bara ekkert rugl Jón Þór minn segðu brisinu stríð á hendur og komdu þér heim elsku drengurinn minn ég sakna þín svo mykið og ykkar allra það er svo tómlegt á Grundargötu 55,Já Jón Þór minn úr því þitt skip er komið úr slipp getur þú ekki syglt á því heim með allt liðið þú hlítur að geta notað settið sem stýrimann og kokk þú finnur áreiðanlega eitthvað fyrir hin t.d. Sævarð að reikna út stefnur Jóhannes F.á tölvur og dýftarmælir og alt hitt klabbið ja Snædís mín þú verður bara prinsessan á bauninni æ ég meina á skipinu já Jón Þór minn það yrði aldeilis fjör,æ maður má nú láta hugann fljúga sér og öðrum til gamans,en drengurinn minn einu sinni enn láttu þér bara batna sem fyrst,ég elska ykkur öll og bið Guð að gæta ykkar allra og hann gefi ykkur góða nótt.

Mamma21 (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband